Lífshættulegt gas í helli við Eldvörp

Séð yfir gígaröðina í Eldvörpum. Varað er við hellaskoðun þar …
Séð yfir gígaröðina í Eldvörpum. Varað er við hellaskoðun þar í grenndinni. Ljósmynd/Ómar Ragnarsson

Veðurstofan varar við hellaskoðun við Eldvörp á Reykjanesi, en mælingar í helli þar í gær sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi. Reglubundnar gasmælingar hafa verið framkvæmdar á svæðinu eftir að land fór að rísa vestan við Þorbjarnarfell í janúar.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafi verið gert viðvart um þetta. Margir hellar eru á svæðinu, en hellirinn sem um ræðir er nærri bílastæði þar sem margir leggja bílum sínum áður en þeir halda til þess að skoða Eldvörpin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert