Óvíst hvort gasið tengist jarðhræringum

Gígaröðin í Eldvörpum á Reykjanesi.
Gígaröðin í Eldvörpum á Reykjanesi. Ljósmynd/Ómar Ragnarsson

Ekki er unnt að áætla hvort hátt gildi kolmónoxíðs í hellum við Eldvörp á Reykjanesi gefi vísbendingu um jarðhræringar undir svæðinu við Þorbjörn eða ekki. Þetta segir Veðurstofan í samtali við mbl.is og vísar til þess að gasmælingar þar hafi ekki staðið yfir nema í skamman tíma.

Þær hófust um viku eftir að vart varð við mögulega kvikusöfnun undir Þorbirni og er því ómögulegt að segja til um hvort ástandið sé óvenjulegt nú eða ekki.

Fjallið Þorbjörn við Grindavíkurbæ.
Fjallið Þorbjörn við Grindavíkurbæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn er varað við hellaskoðun

Gasmælingar Veðurstofunnar sýndu minnkandi gildi kolmónoxíðs í gær miðað við daginn áður. Enn er þó á vef Veðurstofunnar varað við hellaskoðun þar vegna hættulegs gildis á koltvísýringi og súrefnisskorti í helli við bílastæði þaðan sem eru vinsælar gönguleiðir. 

mbl.is