„Gjarnan kosið að fá að vita af þeim fyrr“

Þórólfur Guðnason landlæknir.
Þórólfur Guðnason landlæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir frétti af þeim tveimur andlátum af völdum kórónuveirunnar, sem greint var frá í dag, eftir hádegi í dag. Annað andlátanna varð í gærmorgun.

Þetta sagði Þórólfur á blaðamannafundi almannavarna, spurður hvenær hann hefði fengið vitneskju um andlátin.

„Ég frétti af þessum andlátum núna bara eftir hádegið, og ég hefði gjarnan kosið að fá að vita af þeim fyrr, og ég mun ræða það við Landspítalann.“

mbl.is