Forstjóri Festi á „smekkleysu vikunnar“

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, gerði hlutabótaleið stjórnvalda að umtalsefni á Alþingi við upphaf þingfundar í dag þar sem hann sagði nokkur stöndug fyrirtæki hafa séð að sér og skilað fjármunum til baka. Þingmaðurinn var samt sem áður gagnrýninn á þau fyrirtæki sem hafa farið þessa leið. 

„Smekkleysu vikunnar á forstjóri fyrirtækis sem heitir Festi. Hann var eins og fleiri gripinn með lúkuna í sameiginlegum kökudunki landsmanna og skilaði fengnum á eftir,“ sagði Þorsteinn. 

Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri Festi hf., sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að með því að hætta að nýta hluta­bóta­leið stjórn­valda sé fyr­ir­tækið að bregðast við gagn­rýni „frá póli­tík­inni sem hafi skipt um skoðun“ hvað varðar hluta­bóta­leiðina.

Þorsteinn vísaði í orð Eggerts sem hann lét falla í viðtali við mbl.is fyrir helgi þar sem hann sagði: „Yf­ir­völd vilja eitt­hvað annað en lagt var upp með. Við erum hluti af sam­fé­lag­inu og tök­um ábyrgð. Nýj­ar ákv­arðanir eru tekn­ar ef þurfa þykir, maður er ekki það stolt­ur að maður ætli að keyra út í skurð.“

„En þetta snýst ekki um stolt herra stórforstjóri, þetta snýst um virðingu, heiðarleika og hreinskilni, og hún er ekki til þarna,“ sagði Þorsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert