Vesturlandsvegur opnaður á nýjan leik

mbl.is/​Hari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur opnað Vesturlandsveg á nýjan leik en þar fór fram rannsókn í tengslum við banaslysið sem varð þar í gær. 

Frá þessu greinir lögreglan í tilkynningu. Veginum var lokað kl. 13 eftir hádegi og var hann opnaður aftur núna á fjórða tímanum. 

Eins og greint var frá í gær létust tveir einstaklingar í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, norðan Grundarhverfis, laust eftir kl. 15 í gær. Þeir sem létust voru ökumaður og farþegi á bifhjólinu, en ökutækin komu hvort úr sinni áttinni. Annað bifhjól kom aðvífandi þegar áreksturinn varð og missti ökumaðurinn stjórn á hjólinu og féll af því. Hann var fluttur á Landspítala til aðhlynningar.

Vegurinn um Kjalarnes var lokaður í nokkrar klukkustundir eftir slysið og umferð beint um Kjósarskarð. Fjöldahjálparstöð var í Klébergsskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert