Bílvelta í Ártúnsbrekku

mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að bíll valt á mislægum gatnamótum Miklubrautar og Sæbrautar í Reykjavík skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 

Mikill viðbúnaður var á svæðinu og komu tveir sjúkrabílar, slökkviliðsbíll og lögreglubíll á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu missti ökumaður stjórn á bílnum og keyrði utan í vegrið með fyrrgreindum afleiðingum. Tveir voru í bílnum og eru þeir lítillega slasaðir en voru þó fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is