Stefnir í stórt jarðskjálftaár

Mælitæki fylgjast með hræringum við Þorbjörn. Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið …
Mælitæki fylgjast með hræringum við Þorbjörn. Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga, nú síðast við Fagradalsfjall. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálftahrina hófst í nágrenni Fagradalsfjalls á Reykjanesi á laugardag. Fjallið er um 10 km norðaustur af Grindavík. Upptök flestra skjálftanna hafa verið vestan og sunnan við fjallið. Skjálfti að stærð 5 stig varð kl. 23.36 á sunnudagskvöld. Hann fannst mjög víða á suðvesturhorninu.

Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga frá því í lok janúar. Landris varð við Þorbjörn og gáfu líkön af kvikuinnskoti til kynna syllu á 3-4 km dýpi sem olli mikilli jarðskjálftavirkni. Kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum um miðjan febrúar og fram í mars olli einnig fjölda jarðskjálfta.

Á Reykjanesskaganum öllum hafa mælst meira en 20.000 jarðskjálftar frá 20. janúar, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Inni í þeirri tölu eru jarðskjálftar við Krýsuvík en megnið má rekja til jarðskjálftahrina við Grindavík, úti á Reykjanestá og nú hjá Fagradalsfjalli. Framan af síðastliðnum laugardegi mældist fjöldi jarðskjálfta með upptök norðan við Grindavík.

Ótengd þessum hræringum er jarðskjálftahrina sem hófst 19. júní um 20 km norðaustur af Siglufirði. Það er öflugasta hrina sem orðið hefur á Tjörnesbrotabeltinu í meira en 40 ár, að sögn Veðurstofunnar. Í gær höfðu mælst meira en 14.000 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu öllu frá 19. júní. Sumir þeirra teljast ekki til hrinunnar, að því er fram kemur í umfjölluun um skjálftavirknina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert