Sá stærsti í tvö ár

Katla nýtur þess vafasama heiðurs að vera eitt hættulegasta eldfjall …
Katla nýtur þess vafasama heiðurs að vera eitt hættulegasta eldfjall landsins. mbl.is/RAX

Tveir skjálftar urðu með stuttu millibili í morgun í Mýrdalsjökli og fundust þeir báðir á Hvolsvelli. Annar þeirra mældist 3,4 og er það stærsti skjálfti sem mælst hefur í Mýrdalsjökli síðan 2. ágúst 2018 en sá var 3,7 að stærð.

Upptök skjálftanna voru um 6 km VNV af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli. Sá fyrri var kl 07:40 og mældist 2,8 og síðari mældist 40 sekúndum síðar 3,4 stig samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert