Gestir í Vestmannaeyjum með kórónuveiruna

Smitrakningateymi almannavarna vinnur að því að rekja ferðir fólksins og …
Smitrakningateymi almannavarna vinnur að því að rekja ferðir fólksins og eru 48 einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum þegar komnir í sóttkví. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum hefur verið virkjuð vegna einstaklinga sem voru gestkomandi í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og greindust með kórónuveirusmit í kjölfarið.

Smitrakningarteymi almannavarna vinnur að því að rekja ferðir fólksins og eru 48 einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum þegar komnir í sóttkví og er von á að þeim fjölgi. Enginn er í einangrun í Vestmannaeyjum.

Aðgerðastjórnin ítrekar mikilvægi þess að bæjarbúar gæti að eigin smitvörnum og fari að fyrirmælum stjórnvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert