Snarpir skjálftar – fundust á höfuðborgarsvæðinu

Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 varð 3,4 kílómetra suðvestur af Reykjanestá klukkan 16.23 í dag. Á sömu mínútu varð skjálfti af stærðinni 3,4 vestan við Kleifarvatn.

Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að skjálftinn við Kleifarvatn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.

Minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og má búast við að þeir geti haldið eitthvað áfram.

Þessi virkni er líklega af völdum spennubreytinga vegna endurtekinna kvikuinnskota á Reykjanesskaga sem hófust í lok janúar á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert