Löng biðröð í skimun

Biðröðin gekk hratt að sögn viðstaddra.
Biðröðin gekk hratt að sögn viðstaddra. mbl.is/Snorri

Löng biðröð myndaðist við Turninn í Kópavogi þar sem fleiri tugir nema og starfsmanna Háskóla Íslands voru skimaðir fyrir kórónuveirunni. Smit greindist nýverið hjá starfsmanni HÍ og var öllum nemendum og starfsmönnum boðið að fara í skimun þeim að kostnaðarlausu.

Að sögn viðstaddra gekk skimunin hratt fyrir sig og þurfti fólk því ekki að bíða lengi úti í haustveðrinu sem gengið hefur yfir höfuðborgarsvæðið í dag.

Biðröðin náði alla leið frá Turninum og að skyndibitastaðnum Metro, …
Biðröðin náði alla leið frá Turninum og að skyndibitastaðnum Metro, að sögn blaðamanns mbl.is sem var á staðnum. mbl.is/Snorri

Greint var frá því fyrr í dag á mbl.is að öllum nemendum og starfsmönnum HÍ hafi verið boðið að gangast undir skimun á næstu dögum. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir í bréfi sínu í morgun til nemenda og starfsmanna skólans að Íslensk erfðagreining hafi boðist til þess að skima alla nemendur og starfsmenn skólans gjaldfrjálst. Hann hvetur þá sem farið hafa um háksólabyggingarnar á síðustu tíu dögum að panta sér tíma í skimun.

mbl.is