Margir hafa nýtt sér Loftbrúna

Langflestir hafa bókað flug með Air Iceland Connect.
Langflestir hafa bókað flug með Air Iceland Connect. mbl.is/Árni Sæberg

Á áttunda hundrað flugleggir voru bókaðir með afsláttarkóða Loftbrúar fyrstu viku verkefnisins, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. „Samtals hefur það sparað íbúum landsbyggðarinnar tæpar fimm milljónir króna,“ segir þar.

Loftbrú veitir 40% afslátt til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum án vegasambands. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera. Alls ná afsláttarkjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum.

Markmiðið með verkefninu er að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að miðlægri þjónustu og efla byggðir með því að gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti, að því er fram kemur í Mrgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert