32 smit greindust innanlands – tveir á gjörgæslu

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Alls greindust 32 ný kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af 26 hjá þeim sem höfðu farið í sýnatöku vegna einkenna. Þetta kemur fram á covid.is. 

Fimm eru sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. 525 eru í einangrun og 1.620 eru í sóttkví. 

Fram kemur að 53% hafi verið í sóttkví við greiningu í gær.  

Þrjú börn yngri en eins árs í einangrun

Flestir eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu eða 450. Næstflestir á Vesturlandi eða 24. Athygli vekur að þrjú börn yngri en eins árs eru í einangrun. 

Þegar litið er að fjölda smita frá útlöndum kemur í ljós að tveir hafi verið með virk smit. Tveir til viðbótar bíða eftir mótefnamælingu.  

Þegar litið er á fjölda sýna, þá voru einkennasýni 1.038 talsins, 564 við landamæraskimun, sóttkvíar- og handahófsskimanir voru 379 og skimanir á vegum Íslenskrar erfðagreiningar voru 347. 

mbl.is