Um 300 manns í bakvarðasveitinni

Fjölgað hefur í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar síðustu daga og um miðjan dag í gær höfðu um þrjú hundruð manns lýst sig tilbúin til að leggja hönd á plóg í baráttunni við kórónuveiruna.

Bakvarðasveitin var endurvakin í síðasta mánuði þegar smitum tók að fjölga á ný og að undanförnu hefur þörfin á fleiri höndum aukist.


„Það hefur mest vantað hjúkrunarfræðinga,“ sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þakkaði hún formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákall til sinna félagsmanna, það ákall hefði borið árangur og nú væru 55 hjúkrunarfræðingar skráðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert