Vilja skýrslu um innviði og þjóðaröryggi

Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins
Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins Ljósmynd/NATO

Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram beiðni um skýrslu á Alþingi er varðar innviði og þjóðaröryggi. Njáll Trausti Friðbertsson er fyrsti flutningsmaður beiðninnar en hann er einnig formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins.

Skýrslubeiðnin er beinist að forsætisráðherra og er þess óskað að hún flytji Alþingi „skýrslu um stöðu grunninnviða samfélagsins og mikilvægra samfélagslegra innviða sem varða þjóðaröryggi og hvernig þeir hagsmunir eru tryggðir innan íslenskrar stjórnsýslu út frá ábyrgð og málefnasviði ráðuneyta og í íslenskri löggjöf.“

Beiðnin var fyrst flutt í febrúar fyrr á þessu ári en er nú endurflutt. 

Markmiðið að skýra og skilgreina

Í greinagerð segir að markið með skýrslubeiðninni sé að skilgreint verði nánar hvaða innviðir landsins teljist til grunninnviða samfélagsins, sbr. þjóðaröryggisstefnu, og mikilvægir út frá þjóðaröryggi landsmanna, svo sem samgönguinnviðir, raforku- og fjarskiptakerfið.

Njáll segir í samtalið við mbl. að markmiðið sé að ráðast í vinnu sem gefur öryggishlutverki innviða meiri gaum:

„Í nágrannalöndunum, NATO ríkin og önnur vestræn lönd, þá hefur þetta verið leitt inn í löggjöf viðkomandi landa það sem snýr að þjóðaröryggishagsmunum, þ.e. þessir mikilvægustu innviðir. Til dæmis í Svíþjóð þá hafa menn verið með um áratugaskeið nokkuð sem kallast Riksintresse þar sem að helstu öryggishagsmunir landsins og gruninnviðir varðandi þjóðaröryggi er settir undir þau lög. Ég tel að við þurfum að fara að dýpka okkur í þessum málum,“ 

„Teigskógur, Reykjavíkurflugvöllur og flutningskerfi raforku eru dæmi um grunninnviði þar sem ekki er alltaf verið að gæta að öryggishagsmunum þjóðarinnar - upp á þetta þurfum við að passa og bæta okkur, “ segir Njáll Trausti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert