50 ný kórónuveirusmit: 28 utan sóttkvíar

Frá Landspítala.
Frá Landspítala. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Alls voru 50 ný smit kórónuveiru staðfest inn­an­lands í gær. 712 sýni voru tekin innanlands en 475 í landamæraskimun. 22 þeirra sem greindust smitaðir voru í sóttkví en 28 utan sóttkvíar.

50 eru inniliggjandi á Landspítala vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu og einn á öndunarvél.

14 smit greindust á landamærunum, þrjú þeirra eru virk en mótefnamælingar er beðið í hinum tilvikunum. 

Nú eru í 1.030 í ein­angr­un og 2.468 í sótt­kví. Jafn­framt eru 1.469 í skimun­ar­sótt­kví en í þeim hópi teljast þeir sem þurfa að fara í sóttkví á milli skimana vegna komu til landsins. 

Nú er ný­gengi smita inn­an­lands á hverja 100 þúsund íbúa síðust­u 14 daga 227,4 en á landa­mær­un­um 22,9. 

mbl.is