Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundu einhverjir skjálftann.
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundu einhverjir skjálftann. mbl.is/Sigurður Bogi

Jarðskjálfti 3,3 að stærð mæld­ist 2,1 kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun rétt rúmlega sjö í kvöld. Skjálftinn fannst vel í Hveragerði og á höfuðborgarsvæðinu.

Í kjölfar skjálftans fylgdi annar, 2,7 að stærð.

Alls hefur á fjórða tug skjálfta mælst á svæðinu frá því klukkan 18:30 en hrinan hófst með skjálfta af stærð 2,8.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert