Tilslakanir á Hrafnistu

Hrafnista í Reykjavík.
Hrafnista í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verulegar tilslakanir verða á heimsóknartakmörkunum á Hrafnistuheimilum frá og með morgundeginum. Búið er að bólusetja flesta íbúa heimilanna og þeir því væntanlega komnir með mótefni við Covid-19, að því er fram kemur í bréfi sem sent er aðstandendum.

Íbúar geta nú farið út af heimilunum í bílferðir og heimsóknir til ættingja og vina.

Áfram þarf að fylgja reglum almannavarna, virða fjöldatakmarkanir og ítrustu sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum þar sem starfsmenn hafa ekki verið bólusettir. Bent er á að þeir sem eru með vörn fyrir Covid-19 geti borið veiruna á höndum sér og smitað aðra þannig.

Hrafnista Boðaþing er opin fyrir heimsóknir frá 15:00-18:00 og hafa tveir gestir leyfi til að heimsækja hvern íbúa dag hvern.

Fólki er bent á að koma ekki á Hrafnistu ef það er í einangrun eða sóttkví, bíður niðurstöðu úr sýnatöku, er með flensulík einkenni eða var erlendis fyrir minna en tíu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert