Tafir á afgreiðslu styrkja vonbrigði

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Við afgreiddum hér undir lok síðasta árs mjög stór mál sem kölluðu á mikinn undirbúning í stofnunum ríkisins sem eiga að sjá um afgreiðslu þessara styrkja og stuðningsaðgerða. Ég ætla bara að segja að það eru vonbrigði að það skyldi hafa tafist jafn lengi og raun ber vitni að geta tekið við og afgreitt þessi mál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði ráðherra þá um seinagang varðandi afgreiðslu tekjufalls- og viðspyrnustyrkja. Hann sagði tæknileg vandamál og undirmönnum einkenna framkvæmdina og að meirihluti rekstraraðila hefði ekki fengið greitt.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þessi seinagangur stórskaðar rekstur og fyrirtæki sem nú þegar eru löskuð vegna ástandsins og hafa jafnvel enga aðstoð fengið frá því í mars 2020,“ sagði Björn Leví.

Bjarni sagði undirbúningsvinnu í gangi og í tilviki tekjufallsstyrkja væri byrjað að greiða út milljarða. 

Það eina sem ég get í raun og veru sagt um þetta er að allur kraftur sem hægt er að setja í að klára forritun, undirbúning umsókna og afgreiðslu þeirra hefur verið settur í málið. Það er í raun og veru það eina sem ég get sagt. Við höfum verið í nánum samskiptum við Skattinn sem tekur að sér þetta verkefni,“ sagði Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert