Auglýsa rekstur hjúkrunarheimila

Hjúkrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð eru á meðal þeirra heimila sem …
Hjúkrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð eru á meðal þeirra heimila sem leitað er rekstraraðila að. mbl.is/Margrét Þóra

Sjúkratryggingar Íslands hafa auglýst eftir viðræðum við aðila, fyrirtæki, félög eða stofnanir um að taka við rekstri fjögurra hjúkrunarheimila. Þau eru Hraunbúðir í Vestmannaeyjum, Hulduhlíð á Eskifirði, Uppsalir á Fáskrúðsfirði og Öldrunarheimili Akureyrar sem rekur Hlíð og Lögmannshlíð.

Á þessum heimilum eru samtals 244 hjúkrunarrými, 12 dvalarrými og 46 dagdvalarrými, að  því er fram kemur í Morgunbaðinu í dag.

Í auglýsingu Sjúkratrygginga segir að æskilegt sé að rekstraraðilar séu sjálfseignarstofnanir eða þar sem hagnaður er endurfjárfestur í þágu starfseminnar. Einnig að greiðslur til nýs eða nýrra rekstraraðila muni byggjast á núgildandi samningum um þjónustuna.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja gerði nýlega sameiginlega bókun þar sem lýst var áhyggjum af þeirri óvissu sem ríkir um framtíðarrekstrarfyrirkomulag dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða. Jafnframt lýsti bæjarstjórnin undrun „á viðbragðs- og úrræðaleysi Sjúkratrygginga Íslands“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »