Fara yfir tillögur Þórólfs

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til­lög­ur Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is varðandi til­slak­an­ir á sótt­varnaaðgerðum vegna Covid-19 inn­an­lands verða væntanlega ræddar á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi í dag.

Einnig má búast við því að tillögur Þórólfs um skólastarf verði ræddar en sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra tveimur minnisblöðum um helgina.

Þórólfur fór lítið út í hvað felst í væntanlegum tilslökunum á upplýsingafundi almannavarna í gær en sagði þó að grímuskylda yrði áfram eins og hún er nú. 

Ákveðnar tillögur sóttvarnalæknis snúa að því að áhorfendur fái að snúa aftur á kappleiki í íþróttum hér á landi í einhverjum mæli.

Þórólfur sagði enn fremur að það væri gríðarlega mikilvægt að fólk passaði sig og upp á eigin sóttvarnir þótt eitthvað yrði slakað á aðgerðum innanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert