Glimrandi gangur í bólusetningunni

Mikil umferð var við Laugardalshöllina í gær þar sem fjölmargir …
Mikil umferð var við Laugardalshöllina í gær þar sem fjölmargir fengu fyrri Covid-19 bólusetninguna þar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Bólusetningin gekk alveg glimrandi vel og það var fínasta stemning. Allir bara nokkuð glaðir,“ sagði Ragnheiður Erla Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í gær voru 1.828 einstaklingar fæddir 1939 eða fyrr bólusettir gegn Covid-19 í Laugardalshöllinni.

Heldur fleiri mættu í bólusetninguna en reiknað hafði verið með. Sumir sem höfðu verið boðaðir í dag ákváðu að fylgja maka sínum sem átti bólusetningu í gær. „Þeir voru að sjálfsögðu boðnir velkomnir þannig að þetta gekk mjög vel,“ sagði Ragnheiður. Bólusetningin gekk eins og í flæðilínu þar til alveg í lokin þegar varð smá töf á meðan reiknað var út hvað þurfti að blanda í margar sprautur til að klára daginn. Haldið verður áfram í dag við að bólusetja fólk úr sama aldurshópi og stendur bólusetningin frá klukkan 9-15.

Á Akureyri var bólusett á slökkvistöðinni í gær.
Á Akureyri var bólusett á slökkvistöðinni í gær. mbl.is/Margrét Þóra

Skipulag til fyrirmyndar

Um 400 manns, eldri en 80 ára, voru bólusettir á Akureyri í gær.

„Þetta hefur allt gengið mjög vel, gott aðgengi og skipulagið er alveg til fyrirmyndar, segir Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Alls bárust 720 skammtar af Pfizer-bóluefni á Norðurlandið í upphafi vikunnar og var það nýtt til að bólusetja íbúa 80 ára og eldri. Bólusetning fór fram í húsakynnum Slökkviliðs Akureyrar og var fólk boðað í smáum hópum, alls voru 24 bólusettir í einu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »