Börn utan Schengen skimuð við komu

Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Íslands afgreiði í dag tillögu um að börn frá löndum utan Schengen-svæðisins, verði skimuð einu sinni við komu til landsins. Það er gert að tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Börn hafa til þessa ekki verið bólusett og geta því ekki fengið slík vottorð. Hins vegar eru þau talin næmari fyrir nýjum afbrigðum veirunnar og rétt að hafa gætur á þeim.

Gildistöku nýrrar reglugerðar um viðurkenningu bólusetningarvottorða utan Schengen hefur verið frestað fram í næstu viku til þess að ljúka breytingu á lögum um flugrekendur. Þeir þurfa þá að ganga úr skugga um að fólk hafi tilskilin vottorð áður en það fer í flug til Íslands.

Vonir standa til þess að það geti orðið ferðaþjónustu lyftistöng að bólusettir Bandaríkjamenn og Bretar geti komið til landsins. Þeir eru tvær helstu ferðamannaþjóðir, sem sótt hafa Ísland heim, en þar hefur bólusetning einnig gengið vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert