Segir allt ferlið vera eitt stórt sjónarspil

Íbúarnir hafa lengi barist gegn því að borgaryfirvöld byggðu á …
Íbúarnir hafa lengi barist gegn því að borgaryfirvöld byggðu á þessu græna svæði. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Auðvitað er þetta Davíð og Golíat barátta þegar maður fer á móti kerfinu og kerfið bara veður yfir mann. Það sem við erum að reyna að segja er að þetta er allt svo mikill sýndarleikur,“ segir Agnar Hansson í Morgunblaðinu í dag.

Agnar er einn íbúa við svonefndan Sjómannaskólareit sem hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur um að samþykkja breytingu á aðal- og deiliskipulagi á reitnum.

Íbúarnir hafa lengi barist gegn því að borgaryfirvöld byggðu á þessu græna svæði. Í síðustu viku var þó fyrsta skóflustungan tekin á reitnum þar sem Leigufélag aldraðra mun byggja.

„Að mínu mati snýst þetta um hvernig fólk fer með það vald sem það hefur. Þarna er staðan sú að borgarstjóri er búinn að ákveða að hann ætlar að útrýma grænum svæðum og þétta byggð,“ sagði Agnar og bætti við: „Svo finnur hann hérna svæði og þá skiptir engu máli hvað eitthvert fólk úti í bæ er að kvabba. Hann er bara búinn að ákveða þetta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert