Tveir ferðamenn gripnir utan sóttkvíar

Ferðamennirnir áttu bókað flug til heimalandsins degi eftir að þeir …
Ferðamennirnir áttu bókað flug til heimalandsins degi eftir að þeir áttu að losna úr sóttkví. mbl.is/Styrmir Kári

Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði um helgina afskipti af tveimur erlendum ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví.

Fólkið hafði eftir komuna til landsins haldið í sumarbústað á Norðurlandi, meðan á fimm daga sóttkví átti að standa, og þaðan farið í ferðir frá bústaðnum meðal annars á skíði að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Tekið er sérstaklega fram að skíðaferðin hafi þó ekki verið meðal almennings.

Það vakti athygli lögreglu að ferðamennirnir áttu bókað flug til heimalandsins degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir.

Ferðamennirnir voru sektaðir fyrir athæfið og hefur hvor um sig greitt 200 þúsund krónur í ríkissjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert