Lögðu hald á ökutæki vegna manndráps í Kópavogi

Ráðist var að Daníel Friðrikssyni í Kórahverfi í Kópavogi. Hann …
Ráðist var að Daníel Friðrikssyni í Kórahverfi í Kópavogi. Hann lést á Landspítalanum af völdum áverka. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á eitt ökutæki vegna rannsóknar á andláti Daníels Eiríkssonar, sem lést á Landspítalanum í síðustu viku vegna áverka sem honum voru veittir í Kórahverfi í Kópavogi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn við mbl.is.

Margeir gat ekki tjáð sig frekar um hvers vegna lagt var hald á ökutækið en segir að það sé í þágu rannsóknarinnar. 

Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn.
Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig frekar um rannsóknina og sagði að engir fleiri hefðu verið handteknir eða yfirheyrðir vegna málsins. Þrír rúmenskir karlmenn voru handteknir á föstudag vegna málsins en tveimur þeirra var sleppt að loknum yfirheyrslum. Sá þriðji var úrskurðaður í gæsluvarðhald og kveðst vera niðurbrotinn vegna málsins, andlát Daníels hafi verið slys. 

Margeir hefur áður staðfest að tengsl hafi verið á milli Daníels og rúmenska karlmannsins sem nú situr í gæsluvarðhaldi, þó að ekki sé ljóst hve mikil þau voru. Einhver samskipti hafi verið milli mannanna tveggja.

mbl.is