Rannsókn Vindakórsmáls lokið

Daníel Eiríksson fannst látinn utan við íbúð í Vindakór í …
Daníel Eiríksson fannst látinn utan við íbúð í Vindakór í Kópavogi í apríl á þessu ári. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsókn á andláti Daníels Eiríkssonar, sem lést í apríl á þessu ári eftir að honum voru veittir áverkar í Vindakór í Kópavogi, er lokið af hálfu miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hefur málið verið sent á ákærusvið þar sem það verður yfirfarið af ákæranda og í framhaldinu sent til héraðssaksóknara til ákvörðunar um saksókn. Þetta kemur fram í svari Maríu Káradóttur, aðstoðarsaksóknara á ákærusviði lögregluembættisins.

Rúmenskur karlmaður, sem um tíma var sat í gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins, hef­ur sagt að um slys væri að ræða og kvaðst niður­brot­inn vegna and­láts Daní­els. Hann er einn með réttarstöðu sakbornings í málinu.

Maðurinn var í farbanni en fór af landi brott í júlí. Eftir að gefin var út evrópsk handtökuskipun og lögregla náði tali af manninum sneri hann aftur til Íslands.

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar, sagði í sumar að málið tengdist öll­um lík­ind­um ekki skipu­lagðri glæp­a­starf­semi eða mann­dráp­inu í Rauðagerði, sem þá var til­tölu­lega ný­skeð.

Þrír karl­menn voru upp­haf­lega hand­tekn­ir vegna Vindakórs-máls­ins en tveim­ur þeirra var sleppt úr haldi stuttu síðar. 

mbl.is