Verður ekki á listanum

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, ætlar ekki að þiggja sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans. 

„Eftir töluverða yfirlegu um hvað ég ætti að gera, í kjölfar úrslita forvalsins í Suðurkjördæmi, hef ég ákveðið að þiggja ekki sæti á lista þar. Ég er þakklátur öllum þeim sem studdu mig. Forvalið skilaði öflugum lista frábærra kvenna, miklum áhuga á Vinstri grænum og tækifæri til góðrar útkomu í haust. Framtíðin fyrir VG í Suðurkjördæmi er því björt og ég óska mínum frábæru félögum þar góðs gengis.“

Kolbeinn ákvað að reyna fyr­ir sér í for­vali flokks­ins í Suður­kjör­dæmi á dög­un­um, þar sem hann sótt­ist eft­ir fyrsta sæti list­ans, en varð að gera sér 4. sætið þar að góðu. Skorað hefur verið á hann að fara fram í Reykjavík en hann er þingmaður flokksins í Reykjavík suður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert