Telja „Biblíubréfið“ eign ríkisins

Hluti bréfs Landsfógeta til sýslumanns Árnessýslu frá árinu 1874.
Hluti bréfs Landsfógeta til sýslumanns Árnessýslu frá árinu 1874. Ljósmynd/Aðsend

Þjóðskjalasafn Íslands telur yfirgnæfandi líkur á að „Biblíubréfið“ svokallaða sé hluti af bréfi sem landfógeti sendi sýslumanninum í Árnessýslu 30. september 1874.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá safninu. 

Þjóðskjalasafn Íslands telur að bréfið hafi verið fjarlægt úr skjalasafni sýslumannsins í Árnessýslu og hefur vakið  athygli mennta- og menningarmálaráðherra á málinu og bréfið sé í raun eign íslenska ríkisins. Biblíubréfið þykir vera eitt verðmætasta frímerkta skjal í heimi. 

„Í heimildamyndinni, Leyndarmálið, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu 7. apríl sl. er fjallað um hið svokallaða „Biblíubréf“ sem er blað með 23 þjónustufrímerkjum frá Íslandi.

Bréfið var selt árið 1973 fyrir háa upphæð og hefur síðan gengið kaupum og sölum og þykir vera eitt verðmætasta frímerkta skjal í heimi.

Í kjölfar sýningar á myndinni athuguðu sérfræðingar Þjóðskjalasafns Íslands málið en lengi hafa verið uppi grunsemdir um að bréfið kunni að eiga uppruna sinn í skjalasafni sýslumannsins í Árnessýslu sem er varðveitt í Þjóðskjalasafni,“ segir í tilkynningu frá safninu. 

Sem fyrr segir er það niðurstaða sérfræðinga að yfirgnæfandi líkur séu á að bréfið sé hluti af bréfi sem landfógeti sendi sýslumanninum í Árnessýslu 30. september 1874. 

Álíta verður að bréfshlutinn hafi verið fjarlægður úr skjalasafni sýslumannsins í Árnessýslu, líklega eftir að skjölin voru komin í varðveislu til Þjóðskjalasafns eða, sem er ólíklegra, áður en skjölin voru afhent safninu fyrir árið 1910,“ segir í tilkynningunni. 

Bréf landfógeta frá 30. september 1874 og 24. október 1874 …
Bréf landfógeta frá 30. september 1874 og 24. október 1874 til sýslumannsins í Árnessýslu Ljósmynd/Aðsend
Til sýslumannsins í Árnessýslu.
Til sýslumannsins í Árnessýslu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert