Á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar

Læknahúsið Domus Medica.
Læknahúsið Domus Medica. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta eru skelfileg tíðindi. Domus Medica hefur verið flaggskipið í sjálfstæðri læknisþjónustu um áratuga skeið,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, um boðaða lokun Domus Medica.

„Þessi ákvörðun er fyrst og fremst afleiðing af tvennu. Fyrst þeim rekstrarskilyrðum sem ríkisstjórnin hefur boðið sjálfstætt starfandi læknum upp á. Það er mjög erfitt að stunda þennan rekstur við núverandi aðstæður.“

Hin meginástæðan er að sjálfstætt starfandi læknar hafa ekki verið með samninga við ríkið sem taka mið af þróun verðlags og launa. „Ég verð að leiðrétta það sem hefur verið í umræðunni, að greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands séu launagreiðslur til sjálfstætt starfandi lækna. Það er ekki rétt. Þetta er heildarrekstrarkostnaður. Af þessum greiðslum þurfa þeir að borga rekstrarkostnað og laun annarra starfsmanna. Það á til dæmis við um laun skurðhjúkrunarfræðinga hjá skurðlæknum og svæfingahjúkrunarfræðinga hjá svæfingalæknum. Svo hefur annar kostnaður eins og við íhluti og tæki hækkað mjög mikið,“ segir Reynir í viðtali um lokun Domus Medica í Morgublaðinu í dag.

Hann segir að stjórnvöld hafi í raun lokað fyrir nýliðun sérgreinalækna. Ekki megi gleyma því að fallið hafi héraðsdómur í tengslum við það og stjórnvöld tapað málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert