Orðahnippingar sem fóru úr böndunum

Ósætti kom upp milli mannanna sem vatt upp á sig.
Ósætti kom upp milli mannanna sem vatt upp á sig. Ljósmynd/ Aðsend

Hópslagsmálin á Bláu könnunni á Akureyri sprungu út vegna orðahnippinga og ölvunar. Mennirnir sex voru á þrítugsaldri og af erlendu bergi brotnir. Eru þeir lausir úr haldi og verið er að meta hvort um saknæma háttsemi eða óhappatilvik hafi verið að ræða. Þetta staðfestir Jóhannes S. Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri.

Málið er ekki talið tengjast neinu öðru svo sem uppgjöri, fíkniefnum eða skipulagðri glæpastarfsemi. Jóhannes segir að ölvun hafi verið í spilinu en slagsmálin hafi komið til vegna orðahnippinga sem undu upp á sig. 

„Menn misstu sig aðeins í stympingunum, einn fór í gegnum rúðu og skarst töluvert við það,“ segir Jóhann. Rannsóknin sem enn stendur yfir snýr meðal annars að því að upplýsa um hvort það hafi gerst með saknæmum hætti eða verið óhappatilvik. 

Þegar lögreglan mætti á svæðið var skaðinn orðinn en Jóhannes telur að ef lögregluna hefði borið að fyrr, hefði verið hægt að stilla til friðar og koma í veg fyrir átök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert