„Menn hefðu auðvitað viljað Þjóðhátíð“

Brekkusöngurinn í kvöld verður sunginn fyrir tómum Herjólfsdal, en það …
Brekkusöngurinn í kvöld verður sunginn fyrir tómum Herjólfsdal, en það þýðir þó ekki að engin sé stemningin í Eyjum. Ljósmynd/Anna Thorsteinsson

Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum gengu síðustu tvær nætur þar prýðilega. Eitthvað var þó um hávaðakvartanir, þá ýmist í heimahúsum eða á tjaldsvæðum og um það að of margir væru saman komnir í samkvæmum.

„Veðrið er frábært og mér sýnist fólk bara vera glatt og að gleðjast saman eins og hægt er, auðvitað hefðu menn viljað Þjóðhátíð,“ segir Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Mikið fjör og vel lá á fólki.
Mikið fjör og vel lá á fólki. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Eitthvað um að fólk héldi Heima-Þjóðhátíðir

Pétur segir lögregluna hafa búist við því að eitthvað yrði um það að fólk væri að safnast saman og fagna verslunarmannahelginni með sínum eigin heima þjóðhátíðarhöldum.

„Við vissum alveg af því að það yrðu svona mini Heima-Þjóðhátíðir í húsgörðum hjá fólki þegar fjölskyldur, ættingjar og vinir koma saman en ég held að það hafi bara tekist bærilega,“ segir hann.

mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Fjölskyldur og vinir komu sér mörg hver upp þjóðhátíðartjöldum sínum og skemmtu sér saman í þeim. Grillveislur voru víða og samkomur sem hverfðust að mestu um matargerð í góðra vina hópi.

Mikið fjör var og vel lá á fólki er ljósmyndara mbl.is bar að garði. Það má segja að öryggið hafi verið fyrir öllu þar sem fyrir utan einhver tjöld mátti sjá sprittbrúsa.

Fyrir utan einhver tjöld mátti sjá sprittbrúsa.
Fyrir utan einhver tjöld mátti sjá sprittbrúsa. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Grillveislur voru víða og samkomur sem hverfðust að mestu um …
Grillveislur voru víða og samkomur sem hverfðust að mestu um matargerð í góðra vina hópi. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is