Fimm erlendir þurft að leggjast inn

Tveir einstaklingar með erlenda kennitölu hafa þurft að leggjast inn …
Tveir einstaklingar með erlenda kennitölu hafa þurft að leggjast inn á gjörgæslu í þessari bylgju faraldursins. Ljósmynd/Landspítali

Fimm erlendir ríkisborgarar hafa þurft að leggjast inn á Landspítala veikir af Covid-19 í þessari bylgju faraldursins, þar af tveir á gjörgæslu. Allir einstaklingarnir eru ríkisborgarar í löndum utan Evrópu, þar af tveir Bandaríkjamenn. 

Þetta kemur fram í svari Landspítala við skriflegri fyrirspurn mbl.is. 

Ekki fylgir sögunni hvort um sé að ræða erlenda ferðamenn, en allir einstaklingarnir eru með erlendar kennitölur. Erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands hefur fjölgað verulega að undanförnu. Um 110.000 erlendir farþegar komu hingað til lands í síðasta mánuði. 

Fyrsti einstaklingurinn sem lést af völdum Covid-19 hér á landi var erlendur ferðamaður.

Nú liggja 29 á sjúkrahúsi veikir af Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert