Lokatilraun til að ná sáttum

Legsteinahús Páls á Húsafelli sem rífa á klukkan 14 í …
Legsteinahús Páls á Húsafelli sem rífa á klukkan 14 í dag. Páll Guðmundsson

Klukkan átta í morgun átti að hefjast sáttafundur milli allra þeirra sem koma að svokölluðu Húsafellsmáli. 

Var fundurinn boðaður af sveitarfélaginu Borgarbyggð í gærkvöldi í því skyni að gera lokatilraun til að koma á sáttum í deilunni um Legsteinahús, sem stendur til að rífa klukkan tvö í dag.

Að því er fram kemur í frétt Skessuhorns höfðu allir staðfest komu sína á fundinn. 

 
mbl.is