Framsókn flaggar fallegum Ferguson

Framsóknarflokkurinn stillti þessum fallega traktor upp fyrir framan kosningaskrifstofuna.
Framsóknarflokkurinn stillti þessum fallega traktor upp fyrir framan kosningaskrifstofuna. Óskar Pétur Friðriksson

Eyjamenn ganga til kosninga eins og aðrir landsmenn í dag en fréttaritari mbl.is í Vestmannaeyjum segir kjörsókn hafa verið með besta móti það sem af er degi. Framsókn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðiflokkurinn buðu í kosningakaffi en Framsókn lagði rauðum Ferguson-traktor skreyttum fána flokksins við innganginn.  

Góð kjörsókn það sem af er degi

Fréttaritari mbl.is í Eyjum segir góðan anda í eyjunni og kjörsókn með besta móti. Starfsmenn á kjörstað telji fleiri hafa kosið en á sama tíma í síðustu kosningum. 

Af kjörfundi í Barnaskóla Vestmannaeyja.
Af kjörfundi í Barnaskóla Vestmannaeyja. Óskar Pétur Friðriksson

Kjörstaður í Vestmannaeyjum er Barnaskóli Vestamannaeyja en hann var opnaður stundvíslega klukkan 9 í morgun og Eyjamenn mættir snemma til að greiða atkvæði. 

Mestur umgangur var á milli 16 og 17 en kjörfundi lýkur klukkan 22.

Úr kosningakaffi Miðflokksins.
Úr kosningakaffi Miðflokksins. Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is