„Það er ekkert leikfélag án leikhúss“

Freyvangsleikhúsið setur að jafnaði upp tvær sýningar á ári. Emil …
Freyvangsleikhúsið setur að jafnaði upp tvær sýningar á ári. Emil í Kattholti var á fjölunum árið 2013.

Forsvarsmenn áhugaleikfélagins Freyvangsleikhúss bíða spenntir eftir drögum að samningi um leigu og rekstur á félagsheimilinu Freyvangi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þar hefur félagið haft aðsetur í áratugi en húsið er í eigu Eyjafjarðarsveitar. Sveitarstjórn hefur haft áform um að selja Freyvang en leikfélagið mótmælt því harðlega.

„Ef húsið yrði selt myndi starfsemi okkar sjálfkrafa falla niður. Það er ekkert leikfélag án leikhúss,“ segir formaður félagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert