Fjórir sækja um stöðu rektors

Fjórir hafa sótt um stöðu rektors á Háskólanum á Hólum.
Fjórir hafa sótt um stöðu rektors á Háskólanum á Hólum. mbl.is

Fjórar umsóknir bárust Háskólanum á Hólum um stöðu rektors, en umsóknarfresturinn rann út í gær, hinn 7. febrúar 2022.

Umsækjendurnir eru Anna Gréta Ólafsdóttir, fv. skólastjóri, Anna Guðrún Edvardsdóttir, rannsóknastjóri, Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og Ingibjörg Sigurðardóttir, deildarstjóri.

Hefur háskólaráð Háskólans á Hólum skipað valnefnd sem metur hæfi umsækjenda. Í henni sitja Skúli Skúlason, prófessor og formaður nefndarinnar, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor vísinda; og Sigurður Kristinsson prófessor. 

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun svo skipa rektor til fimm ára frá og með 1. júní 2022 samkvæmt tilnefningu háskólaráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert