Þökkuðu fyrir lífgjöf barna sinna á vökudeildinni

Frá afhendingu gjafanna á vökudeild. Lengst til vinstri er Sigríður …
Frá afhendingu gjafanna á vökudeild. Lengst til vinstri er Sigríður María Atladóttir, deildarstjóri vökudeildar, og síðan koma Kristbjörg og Elna ásamt mönnum sínum og börnum, Ingibjörgu Aþenu og Atlas Tý. Ljósmynd/Aðsend

„Okkar börn væru ekki á lífi ef ekki væri fyrir þetta frábæra starfsfólk. Væntumþykjan þar á bæ er endalaus,“ segir Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir en hún og Elna Ragnarsdóttir komu ásamt eiginmönnum sínum og ungum börnum þeirra færandi hendi á vökudeild Landspítalans sl. föstudag.

Gáfu þau starfsfólkinu og vökudeildinni margs konar gjafir, í þakkarskyni fyrir þá þjónustu sem þau fengu á deildinni með ungabörn sín. Kristbjörg og hennar maður, Andrés Pétursson Kolbeins, eiga dótturina Ingibjörgu Aþenu, sem senn verður sjö mánaða, og Elna og Elvar Bjarki Gíslason eiga soninn Atlas Tý, sem er tveggja og hálfs mánaðar gamall. Bæði börnin braggast vel í dag, eftir að hafa þurft á mikilli þjónustu að halda á vökudeildinni.

15 fyrirtæki svöruðu kalli

Fjölskyldurnar lögðu á sig ágætt ferðalag um miðjan vetur til að koma gjöfunum á Landspítalann. Elna og Elvar búa á Skagaströnd og Kristbjörg og Andrés í Garðinum. Sigríður María Atladóttir, deildarstjóri vökudeildar, tók á móti þeim á Landspítalanum og urðu fagnaðarfundir. Kristbjörg og Elna lásu við það tækifæri einnig upp þakkarbréf sem fylgdu gjöfunum.

„Við fengum mjög góðar móttökur er við komum, höfðum látið vita að við vildum færa þeim smá þakkargjöf en þau urðu sannarlega dáldið hissa að sjá hvað við komum með, en afar þakklát,“ segir Kristbjörg, og bætir við: „Við höfðum samband við nokkur fyrirtæki og báðum þau að leggja okkur lið. Viðtökurnar voru hreint frábærar.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert