Kvikmyndaskóli Íslands í samstarf við Juilliard

Kvikmyndaskóli Íslands hefur hafið samstarf við Juilliard.
Kvikmyndaskóli Íslands hefur hafið samstarf við Juilliard. Ljósmynd/Aðsend

Kvikmyndaskóli Íslands hefur hafið samstarf við bandaríska listaháskólann Juilliard í New York sem hefur lengi verið talinn einn sá besti í heimi á sviði leiklistar- og tónlistarkennslu.

Í tilkynningu frá Kvikmyndaskólanum kemur fram að skólinn muni árlega bjóða útskriftarnemum að senda myndir til tónskáldadeildar Juilliard sem mun tengja sína nemendur við leikstjóra frá Kvikmyndaskólanum. Þannig munu útskriftarnemar Kvikmyndaskóla Íslands vera í samstarfi við efnilegustu tónskáld Juilliard-skólans í New York.

Þekktir listamenn hafa útskrifast úr Juilliard

Úr Juilliard-skólanum hafa útskrifast leikarar eins og Robin Williams, Jessica Chastain, Adam Driver, Laura Linney og fleiri. Þá eru Miles Davis, Nina Simone og Chick Corea á meðal tónlistarmanna sem hafa útskrifast úr skólanum.

Friðrik Þór Friðriksson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir það ánægjulegt að virtur skóli eins og Juilliard hafi haft samband við Kvikmyndaskólann. Það sé staðfesting á gæðum námsins í skólanum og hlakkar hann til að sjá afrakstur samstarfsins.

Juilliard skólinn í New York.
Juilliard skólinn í New York. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert