Áform um sex vindmyllur í Grímsey

Grímsey.
Grímsey. mbl.is/Sigurður Bogi

Fallorka hefur í hyggju að reisa sex 6 kW vindmyllur í Grímsey og hefur skipulagssvið Akureyrar auglýst tillögu að breyttu deiliskipulagi. Möstrin verða níu metrar á hæð og spaðarnir 5,6 metrar í þvermál, hæsti punktur frá jörðu tæplega 12 metrar. Gert er ráð fyrir að fjarlægð á milli mastra verði um 40 metrar.

Akureyrarbær veitti síðasta vor framkvæmdaleyfi fyrir tveimur vindmyllum og var um tilraunaverkefni að ræða. Undirstöður hafa verið byggðar og gert er ráð fyrir að myllurnar verði reistar og tengdar í sumar.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert