Átta á dag að meðaltali

812 einstaklingar með tengsl við Úkraínu hafa sótt um alþjóðlega …
812 einstaklingar með tengsl við Úkraínu hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því innrás Rússa hófst. AFP/Daniel Mihailescu

Alls hafa 1.245 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi á þessu ári og eru einstaklingar með tengsl við Úkraínu fjölmennasti hópurinn, eða 812. Næstfjölmennasti hópurinn eru einstaklingar með tengsl við Venesúela, eða 254 einstaklingar.

Frá áramótum hafa umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi skipst á alls 33 ríkisföng. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra.

53 síðustu sjö daga

Í hópi þeirra úkraínsku ríkisborgara sem sótt hafa um vernd hér á landi frá því innrás Rússa hófst þann þann 24. febrúar eru 433 konur, 227 börn og 151 karlar.

Heildarfjöldi einstaklinga með tengsl við Úkraínu sem sótt hafa um vernd síðastliðna sjö daga er 53 eða í kringum átta einstaklingar að meðaltali á dag. Miðað við það má gera ráð fyrir því að 212 einstaklingar sæki um vernd hér á landi á næstu fjórum vikum.

mbl.is