Skiptar skoðanir á kosningum og Eurovision

Skiptar skoðanir eru á sveitarstjórnarkosningunum og Eurovision
Skiptar skoðanir eru á sveitarstjórnarkosningunum og Eurovision mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á laugardaginn rennur upp stór dagur þegar lokakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva ber upp á sama kvöld og sveitarstjórnarkosningar verða haldnar hérlendis. Í kvöld keppir Ísland í undankeppni Eurovision þar sem att er kappi í undanriðli. Tíu lönd komast áfram úr hvorum riðli en seinni undanriðillinn fer fram á fimmtudag. 

Mikil spenna er meðal landsmanna fyrir hvoru tveggja og tók mbl.is stöðuna á gestum og gangandi í miðbæ Reykjavíkur í sólinni í dag og spurði um sveitarstjórnarkosningarnar og sigurlíkur Íslands í Eurovision.

Karen Jacobsen, veitingastjóri Sæta svínsins, spáir Íslandi ekki áfram í undanriðli söngvakeppninnar í kvöld.

Karen Jacobsen, skemmtikraftur.
Karen Jacobsen, skemmtikraftur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sævar Helgi Örnólfsson, yfirbarþjónn Fjallkonunnar, segist ekki ákveðinn varðandi hvað hann ætlar sér að kjósa í sveitastjórnarkosningunum og spáir Íslandi ekki áfram í kvöld.

Sævar Helgi Örnólfsson.
Sævar Helgi Örnólfsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukur Ingi Jónsson segist einnig óákveðinn um hvað hann ætlar að kjósa. Hann starfar í miðbæ Reykjavíkur og segist vera óánægður með meirihlutann. Haukur er jákvæður varðandi gengi Íslands í Eurovision í kvöld og spáir Íslandi hinu margumtalaða 16. sæti í lokakeppninni á laugardaginn.

Haukur Ingi Jónsson.
Haukur Ingi Jónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Regin Jacobsen segist vera ákveðinn varðandi hvað hann muni kjósa í sveitarstjórnarkosningunum en vill þó ekki gefa það upp. Hann spáir því að Ísland komist áfram í kvöld og lendi í 12. sæti í úrslitunum.

Regin Jacobsen.
Regin Jacobsen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þau Aðalsteinn Halldórsson og Eva Laufey Eggertsdóttir segjast bæði vera óákveðin um hvað þau skuli kjósa og hafi verið að ræða kosningarnar í þann mund sem blaðamann bar að. Aðalsteinn spáir Íslandi áfram í kvöld og vonast til þess að Ísland nái 15. og jafnvel 14. sæti í úrslitunum á laugardaginn.

Eva Laufey segir íslenska lagið mjög krúttlegt og sætt en spáir því þó ekki áfram í kvöld.

Aðalsteinn Halldórsson og Eva Laufey Eggertsdóttir.
Aðalsteinn Halldórsson og Eva Laufey Eggertsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eiríkur Stefánsson segist vera handviss um að hann muni kjósa Pírata á laugardaginn kemur en er hins vegar neikvæður á gengi Íslands í Eurovision í kvöld og spáir okkur ekki áfram.

Eiríkur Stefánsson.
Eiríkur Stefánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Sigrún Jónsdóttir er ákveðin um hvað hún muni kjósa án þess þó að vilja gefa það upp. Hún spáir því að Ísland falli úr leik í undanriðli Eurovision í kvöld.

Elín Sigrún Jónsdóttir.
Elín Sigrún Jónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðast en ekki síst rakst blaðamaður á Alexöndru Ýri van Erven, ritara Samfylkingarinnar, sem segist munu kjósa sinn flokk á laugardag. Hún spáir því að Ísland komist upp úr undanriðlinum í kvöld og nái 17. sæti í lokakeppninni á laugardag.

Alexandra Ýr van Erven.
Alexandra Ýr van Erven. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is