Áætlað að Eik kaupi Lambhaga á 4,2 milljarða

Lambhagi er í eigu hjónanna Hauðar Helgu Stefánsdóttur og Hafbergs …
Lambhagi er í eigu hjónanna Hauðar Helgu Stefánsdóttur og Hafbergs Þórissonar. mbl.is/Árni Sæberg

Fasteignafélagið Eik vinnur að því að ná samkomulagi við eigendur Lambhaga um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins, en fyrst var greint frá viðræðunum 16. júni. Áætlað kaupverð er 4,2 milljarðar.

Einkaréttur kaupanda hefur nú verið framlengdur til 31. ágúst til að vinna með seljanda og ráðgjöfum hans við að ná endanlegu samkomulagi um viðskiptin og klára kaupsamningsgerð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fasteignafélaginu.

Lambhagi ræktar salat.
Lambhagi ræktar salat. Árni Sæberg

Frekari grein verður gerð fyrir viðskiptunum á síðari stigum ef viðeigandi framgangur verður í viðræðum og fyrirhugaðri vinnu sem tengist mögulegum viðskiptum. Ráðgjafi félagsins er Arctica Finance hf. en ráðgjafi seljanda er Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert