Talsverð úrkoma á Vestfjörðum og Norðvesturlandi

Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun er á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra vegna talsverðrar eða mikillar rigningar og slyddu eða snjókomu á fjallvegum.

Spáð er norðan og norðvestan 8-13 metrum á sekúndu, en 13-20 um landið vestanvert. Rigning verður víða um land, talsverð úrkoma á Vestfjörðum og Norðvesturlandi og slydda eða snjókoma á fjallvegum á þeim slóðum.

Gengur í vestan 13-20 metra á sekúndu á austanverðu landinu í dag, en lægir vestan til. Rigning verður á láglendi á Norðurlandi, en slydda eða snjókoma til fjalla. Þurrt verður að mestu annars staðar. Hiti verður á bilinu 2 til 9 stig, mildast við suðurströndina.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert