Margir erlendir ferðamenn þurfa frá að hverfa

Margir ferðamenn komu að lokuðum vegum í dag.
Margir ferðamenn komu að lokuðum vegum í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Björgunarsveitir voru kallaðar út á Austurlandi síðdegis í dag vegna ferðamanna sem lentu í vandræðum á Möðrudal.

Lögreglan á Austurlandi segir talsverða áskorun fólgna í því að ná betur til erlendra ferðamanna, sem komu margir að lokuðum vegum í dag og þurftu því frá að hverfa.

Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar á Suðurlandi til að hýsa ferðamenn sem ekki komast leiðar sinnar.

Íbúar hafi fylgt tilmælum

Íbúar hafi þó í hvívetna fylgt tilmælum um að halda sig heima. Vegir á Möðrudalsöræfum, Vatnsskarði, Fjarðarheiði, Fagradal, Breiðadalsheiði og Öxi, sem og á milli Hafnar og Fáskrúðsfjarðar, eru enn lokaðir.

„Gert er ráð fyrir óbreyttum lokunum [þar til í fyrramálið] þegar staðan verður endurmetin. Það verður gert í bítið,“ segir í færslu lögreglunnar á Austurlandi á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert