Heimskautaloft og frost fer í 20 gráður

Kort/mbl.is

Fyrirstöður í háloftunum eru nú að rofna og kalt heimskautaloft úr norðri leggur nú að Íslandi svo búast má við að síðari hluta vikunnar verði 10 stiga gaddur víða í byggðum landsins og á láglendi.

Inn til landsins og nærri hálendisbrúninni, svo sem í innsveitum á Norður- og Austurlandi, gæti frostið farið í allt að 20 gráður fimmtudag og föstudag. Þar hefur áhrif að víða, svo sem í dölum og uppi á heiðum, eru kuldapollar sem loft streymir frá við ákveðnar aðstæður.

„Langvarandi hlýindakafli í allt haust hefur gert tíðarfarið að undanförnu mjög óvenjulegt; staðviðri og milt veður í margar vikur,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið í gær.

Veðurvefur mbl.is

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert