Var bannað að spyrja spurninga

Ólöf Helga í Dagmálum.
Ólöf Helga í Dagmálum. mbl.is/Kristófer Liljar Fannarsson

Ólöf Helga Adolfsdóttir ritari Eflingar hóf þátttöku sína í starfi félagsins í samstarfi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þær eru nú hvor andlit sinnar fylkingar innan verkalýðsfélagsins.

„Maður lærði fljótt að Sólveig „hafði rétt fyrir sér“,“ segir Ólöf. „Og ég var svo sem almennt sammála henni. Svo að í upphafi kom okkur vel saman og ég er oft í dag sammála henni. En þegar ég er ósammála henni finnst mér ég mega segja það.“

Ólöf Helga er gestur Karítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálum þar sem hún fer yfir þátttöku sína í starfi Eflingar, samskipti sín innan stjórnar, fyrir og eftir að Sólveig gekk út og sagði af sér, og sína sýn á verkfallsboðun sem nú vofir yfir.

Frá því að Ólöf Helga hlaut kjör í stjórn Eflingar leið ekki á löngu þar til fólk fór að hverfa úr stjórn og starfinu en Sólveig og Viðar Þorsteinsson, þáverandi framkvæmdastjóri Eflingar, höfðu alltaf útskýringar á reiðum höndum.

Ólöf segir að það hafi tekið að renna á hana tvær grímur þegar starfsmenn kvörtuðu undan hegðun Viðars og hún spurði spurninga vegna þess í stjórninni. „Þá fann ég alveg strax að það var ekki velkomið. Það var gert lítið úr spurning­unni minni, mér var látið líða eins og ég væri vitlaus að spyrja og að ég væri að grafa undan starfi Viðars og Sólveigar með spurningum mínum.“

Hún segir einnig frá því að þegar Sólveig og Viðar höfðu rokið á dyr og skilið félagið eftir í uppnámi, og Ólöf og Agnieszka Ewa Ziółkowska höfðu tekið við stjórn félagsins, hefði Viðar hringt í hana til að segja henni hvernig hún ætti að haga sér sem varaformaður, „og segja mér að ég verði að hringja í Sólveigu, annars eigi ég mér enga framtíð í verkalýðsbaráttu“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert