Engin vitneskja um Íslendinga í vanda

Loftmynd af rústum í bænum Harim í Sýrlandi þar sem …
Loftmynd af rústum í bænum Harim í Sýrlandi þar sem leitaði er að eftirlifendum jarðskjálfans. AFP

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu, segir að engar óskir hafi borist um aðstoð frá Íslendingum í Tyrklandi eða Sýrlandi í kjölfar jarðskjálfta upp á 7,8 stig sem kom upp í austurhluta Tyrklands.

„Við höfum enga vitneskju um Íslendinga í vanda,“ segir Sveinn í samtali við mbl.is. 

Utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem Íslendingum er boðinn borgaraþjónusta ef þörf er á og þá hvetur Sveinn alla til þess að láta vita af sér með einum eða öðrum hætti sé fólk heilt á húfi.

Að svo stöddu hefur utanríkisráðuneytið ekki vitneskju um að íslenskir ferðamenn séu staðsettir í Tyrklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert