Enginn á grunntaxta og meðalheildarlaun há

Olíubíll frá Skeljungi.
Olíubíll frá Skeljungi. Ljósmynd/Aðsend

Laun olíubílstjóra hafa verið til umræðu eftir að samþykkt var að boða til atkvæðagreiðslu um verkföll á meðal þeirra. Haft var eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að meðalheildarlaun bílstjóra væru 893 þúsund krónur á mánuði. Trúnaðarmaður olíubílstjóra sagði tölurnar ekki standast og „menn þyrftu að vinna sig í hel“ til að fá slík laun.

SA tóku í kjölfarið saman nákvæmari gögn um meðalheildarlaun og yfirvinnutíma sem að baki þeim liggja. Þar kemur fram að heildarlaun olíubílstjóra í Eflingu voru 864 þúsund krónur að meðaltali á síðasta ári.

„Rétt er að minnast á að þessi tala er 3% lægri en áður hafði komið fram, sem skýrist af nákvæmari gögnum,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Morgunblaðið um málið.

Mest 1.171 þúsund krónur

„Það er rétt sem hefur komið fram að töluverð vinna getur verið að baki launum bílstjóra – meðalfjöldi yfirvinnustunda var átta tímar á viku. Rétt eins og launin eru ólík er afar misjafnt hversu mikil sú yfirvinna er, auk þess sem greiddar yfirvinnustundir eru iðulega fleiri en unnar yfirvinnustundir,“ segir hann. Samkvæmt dreifingu heildarlauna starfar enginn bílstjóri aðeins á grunntaxta miðað við launatöflur.

Lægsta gildi launa var 570 þúsund krónur og hæsta gildi heildarlauna á mánuði var milljón og 171 þúsund krónur en þar liggja að meðaltali 11 yfirvinnustundir á viku að baki. „Skýringar á ólíkri launasamsetningu geta verið ýmsar, t.d. hvort bílstjórar séu á vöktum eða ekki og ólíkt fyrirkomulag launauppbyggingar milli fyrirtækja. Erfitt er að taka fyllilega tillit til þess sem gæti valdið lítilsháttar skekkjum og ber að hafa í huga,“ segir Konráð S. Guðjónsson efnahagsráðgjafi SA.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »