Fundur að hefjast í Karphúsinu

Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, …
Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, þar sem Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru í forsvari. Samsett mynd

Fundi Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins með Ástráði Har­alds­syni, sett­um rík­is­sátta­semj­ara í deilu aðilanna, verður framhaldið núna klukkan tíu.

Ástráður boðaði full­trúa Efl­ing­ar og SA til fund­ar klukk­an níu í gærmorg­un og fundað var fram á kvöld en hlé var gert á fundinum milli klukkan fimm og átta í gærkvöld.

Form­leg­ar viðræður eru ekki enn hafn­ar. Ástráður lét hafa eftir sér í gær að fundahöldin nú snúist um að finna flöt á því hvort hægt sé að hefja formlegar viðræður um eiginlegan kjarasamning á ný.

Forsenda viðræðna að verkfalli verði frestað

Af hálfu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins er það for­senda frek­ari viðræðna við Efl­ingu, að verk­falli verði frestað meðan á þeim stend­ur. Þetta herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins en greint er frá því í blaðinu í gær.

Þá hafa ýmsir lagaspekúlantar blandað sér í umræðuna og þá sér í lagi um miðlunartillögu skipaðs ríkissáttasemjara en einhverjir telja hana vera orðna að kjarasamningi vegna þess að félagsfólk Eflingar hefur ekki fellt hana í atkvæðagreiðslu, sem Efling hefur hindrað framgang á, líkt og kunnugt er.

Þá verður fróðlegt að sjá hverjir mæta til fundarins í dag af hálfu deiluaðila en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sem leitt hefur viðræðurnar fyrir hönd SA, fór veikur heim í gær. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, steig í kjölfarið inn.

Einhvers konar niðurstaða í dag

Líklegt verður að teljast að fundað verði til þrautar í dag og í lok fundarins verði það gefið út hvort eiginlegum kjaraviðræðum verði framhaldið.

Það var létt yfir Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara, í kjaradeilu …
Það var létt yfir Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara, í kjaradeilu Eflingar og SA, fyrir fundinn í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert